SCANGRIP Detail Lampi MULTIMATCH R
27.250 kr.
SCANGRIP MULTIMATCH R er snilldar hand lampi sem skilar allt að 1200 Lumen og hægt að velja á milli „kaldrar“ og „heitrar“ birtu. Litarétt ljós sem er nauðsynlegt í vopnabúr massarans og málarans.
Paraðu MULTIMACH R með öðru ljósi á hjólastand til að fá enn betri lýsingu.
- 14 daga skilafrestur gegn kvittun
- Frír flutningskostnaður ef keypt er fyrir 20.000 kr í vefverslun.
MULTIMATCH R er handhægt og nett endurhlaðanlegt ljós sem sýnir lakkið í réttu ljósi, Hægt að setja á stand eða festa á málm yfirborð með innbyggðum segli. Nauðsynlegt til að sjá misfellur í lakki, rispur og aðra yfirborðs galla.
Ljósið er mjög vandað og endingargott, vatnshelt og rykvarið IP65. Ljósið er með stöðuljós sem sýnir hleðsluna.
Hægt er að kaupa ljósdreyfu (diffuser) sem „mýkir“ ljósið og minnkar speglun og hvassa skugga. Smellist yfir linsuna og hentar sérstaklega vel til að sjá smáar beyglur og ryk í nýmáluðu lakki, þjónar einnig til að sjá „high spots“ þegar verið er að bera coat á bíla.
Afhverju ættiru að velja MULTIMATCH R ?
- Handhægt ljós með sem skilar allt að 1200 LUMEN .
- CCT SCAN stiglaus breyting á ljósi frá 2500K til 6500K.
- Nett og meðfærilegt.
- Innbyggður hleðslubanki.
- Ryk og vatnsvarið, IP65