Meguiar´s Beyond Ceramic Coating
19.900 kr.
Vörunúmer: 70M88800
Meguiar’s Beyond Ceramic Coating er nýjasta lakkvörnin í Professional línunni. Öflug vörn sem endist í mörg ár og er auðvelt að setja á bílinn.
- 14 daga skilafrestur gegn kvittun
- Frír flutningskostnaður ef keypt er fyrir 20.000 kr í vefverslun.
Eiginleikar efnisins.
- Langvarandi ending: Með réttri forvinnu og góðu viðhaldi færðu vörn sem endist í mörg ár.
- Frábær vatnsperlun og fæla: Ekki nóg með að fá frábæra endingu og gott efnaþol, heldur skilar þessi ceramic vörn ótrúlegri vatnperlun og fælu sem auðveldar öll þrif til muna.
- Eykur glans og áferð: Aðal áherslan var lögð á vatnsperlun, fælu og efnaþol. Hinsvegar, þá fyllir efnið upp í minni galla í lakkinu og dregur fram glansinn.
- Auðveld ásetning: Fáðu endingargóða ceramic vörn án þess að erfiða um of. Ólíkt mörgum coatum á markaðnum þá er þetta efni mjög notendavænt með „self-level“ tækni sem gerir efnið mjög fyrirgefanlegt í vinnslu.
- Öruggt á fleiri yfirborð: Þessi magnaða blanda skilar ekki einungis fallegum glans á lakkið, heldur má einnig nota það á plastlista, skrautlista, PPF filmur og felgur.
Hér má svo sjá hvernig á að nota efnið.