Ný mögnuð glæra frá Sikkens

29.10.2014

Autoclear 2.0 er glæran sem bílamálarar hafa beðið eftir! Fagmenn á sprautuverkstæðum sem vinna með glæru frá degi til dags og þurfa að huga að ólíkum þáttum eins og orkunotkun, vinnuferlinu og mismunandi viðgerðum taka Autoclear 2.0 örugglega fagnandi.

 

Góður árangurinn með noktun Autoclear 2.0 er svo gott sem tryggður af því að kostir hennar endurspeglast í öllum verkþáttum; blöndun, málun, þurrkun, meðhöndlun eftir þurrkun og að síðustu mössun.

 

Autoclear 2.0 er frábær glæra í allar viðgerðir, allt frá minni verkum og upp í almálun bíla.

Málun með glærunni er bæði hraðari og auðveldari en þekkist og það tryggir betra flæði og fullkomna áferð. Líftími eftir blöndun er allt að tveimur klukkustundum og það sparar bæði tíma við blöndun og efniskostnað þar sem glæra sem gengur af nýtist í önnur tilfallandi verkefni.

 

Með Autoclear 2.0 þarf ekki að bíða með að meðhöndla málaða hluti eftir bökun.

Þökk sé framúrskarandi hörðnunar-eiginleikum má strax hefja samsetningu og mössun.

 

Autoclear 2.0 er greinilega byltingarkennd glæra!

Myndbönd

Auglýsingar