Water Spot Remover fjarlægir för eftir vatnsdropa

21.01.2014

Helsta nýjungin hjá Málningarvörum um þessar mundir er Water Spot Remover sem er efni sérstaklega ætlað til að fjarlægja för eftir vatnsdropa á öllum glansandi flötum. „Efnið fjarlægir för eftir vatnsdropa af til dæmis lakki, gleri, plasti og fleira yfirborðsefni. Þetta töfraefni leysir úr vanda hér sem annars staðar þar sem áfall vegna regns getur skapað bletti. Þetta á sérstaklega við á stórum svæðum í og við gufuaflsvirkjanir eins og til dæmis hér á suð-vestur horni landsins.“ Svo mörg voru þau orð og höfð eftir Kristjáni Þór Karlssyni, sölumanni hjá MV.

Myndbönd

Auglýsingar