Meguiar's

 

Meguiar's er heimsþekkt merki frá USA með sögu sem spannar meirihluta síðustu aldar. Efnin frá Meguiar's eru þekkt á bílasýningum þar sem ekkert dugar nema það allra besta. Meguiar's er með svör við öllu sem lítur að viðhaldi á yfirborði bílsins. Einnig er í boði sérstök lína fyrir mótorhjól og sportbáta.

 

Hreinsun og viðhald bílsins getur verið snúið, sérstaklega eftir langan og erfiðan vetur. Bíllinn getur verið með tjöru, mengunarbletti, bletti eftir súrt regn (í alvöru, allir sem búa í nálægð við gufuaflsvirkjanir eins og á suð-vestur horninu kannast við þetta) - fyrir utan þessi venjuleg óhreinindi. Við þessu þarf eflaust að beita margvíslegum úrræðum til að koma bílnum í toppstand. Þá er stefnan tekin í Málningarvörur þar sem mesta úrval landsins af bón og bílahreinisvörum er í boði og starfsmenn sem luma á töfraráðum í kaupbæti. 

 

 

Myndbönd

Auglýsingar